„Faðir geisladisksins“ látinn

Það var japanska fyrirtækið Sony, undir stjórn Norio Ohga, sem …
Það var japanska fyrirtækið Sony, undir stjórn Norio Ohga, sem fyrst setti geisladiskinn á markað.

Norio Ohga, fyrrum framkvæmdastjóri japanska fyrirtækisins Sony sem sagður er eiga heiðurinn að þróun geisladisksins, lést í dag 81 árs að aldri. Ohga var framkvæmdastjóri Sony frá árinum 1982 til 1995 og tryggði velgengni þess með framsýni og sókn inn í afþreyingargeirann, með framleiðslu tækja til að spila tónlist, kvikmyndir og tölvuleiki.

Ohga var sjálfur fyrrum óperusöngari og var alla tíð mikill tónlistarunnandi. Hann krafðist þess við hönnun fyrsta geisladisksins að hann yrði hafður 12 cm í þvermál og gæti geymt 75 mínútur að tónlist, til að tryggja að unnt væri að spila 9. Sinfóníu Beethovens í heild sinni.

Undir stjórn Ohga mótaði Sony sögu nútíma raftækja. Hann starfaði sem ráðgjafi raftækjarisans allt til dauðadags en hætti daglegum afskiptum af rekstri fyrirtækisins árið 2000.

Norio Ohga er sagður eiga heiðurinn að þróun geisladisksins.
Norio Ohga er sagður eiga heiðurinn að þróun geisladisksins. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka