Sony segir iPad stríð á hendur

Spjaldtölvurnar S1 og S2 frá Sony voru kynntar í dag.
Spjaldtölvurnar S1 og S2 frá Sony voru kynntar í dag. Reuters

Jap­anski raf­tækja­fram­leiðand­inn Sony ætl­ar að leggja til at­lögu að hinum ört vax­andi spjald­tölvu­markaði. Sony kynnti tvær spjald­tölv­ur í morg­un, sem nefn­ast S1 og S2.

Tæk­in munu styðjast við Android-stýri­kerfið frá Google, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Kuni­masa Suzuki, sett­um for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Þá munu þau geta tengst þráðlausu in­ter­neti. S1 verður með um 24 sentí­metra breiðum skjá og með inn­byggðum mynda­vél­um á fram- og bak­hlið. S2 verður öllu minni, með  tveim­ur 14 sentí­metra skjá­um og er hugsuð sem vasa­tölva. Tæk­in verða kom­in í versl­an­ir um all­an heim næsta haust.

Apple hef­ur hingað til verið leiðandi á þess­um markaði með vöru sinni, iPad, en nú ætl­ar Sony að reyna að ná yf­ir­ráðunum. Fyr­ir­tæki á borð við Sam­sung og HTC hafa áður fylgt Apple inn á þenn­an vin­sæla markað síðan iPad var kynnt­ur til sög­unn­ar fyr­ir um ári síðan.

Talið er að sala á spjald­tölv­um muni fjór­fald­ast á næstu fjór­um árum. Full­trú­ar Sony hafa gefið í skyn að ætl­un­in sé að inn­an árs verði Sony næst­stærsti fram­leiðandi spjald­tölva í heim­in­um.

Kunimasa Suzuki með S1.
Kuni­masa Suzuki með S1. Reu­ters
Kunimasa Suzuki með S2.
Kuni­masa Suzuki með S2. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert