Sony segir iPad stríð á hendur

Spjaldtölvurnar S1 og S2 frá Sony voru kynntar í dag.
Spjaldtölvurnar S1 og S2 frá Sony voru kynntar í dag. Reuters

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony ætlar að leggja til atlögu að hinum ört vaxandi spjaldtölvumarkaði. Sony kynnti tvær spjaldtölvur í morgun, sem nefnast S1 og S2.

Tækin munu styðjast við Android-stýrikerfið frá Google, samkvæmt upplýsingum frá Kunimasa Suzuki, settum forstjóra fyrirtækisins. Þá munu þau geta tengst þráðlausu interneti. S1 verður með um 24 sentímetra breiðum skjá og með innbyggðum myndavélum á fram- og bakhlið. S2 verður öllu minni, með  tveimur 14 sentímetra skjáum og er hugsuð sem vasatölva. Tækin verða komin í verslanir um allan heim næsta haust.

Apple hefur hingað til verið leiðandi á þessum markaði með vöru sinni, iPad, en nú ætlar Sony að reyna að ná yfirráðunum. Fyrirtæki á borð við Samsung og HTC hafa áður fylgt Apple inn á þennan vinsæla markað síðan iPad var kynntur til sögunnar fyrir um ári síðan.

Talið er að sala á spjaldtölvum muni fjórfaldast á næstu fjórum árum. Fulltrúar Sony hafa gefið í skyn að ætlunin sé að innan árs verði Sony næststærsti framleiðandi spjaldtölva í heiminum.

Kunimasa Suzuki með S1.
Kunimasa Suzuki með S1. Reuters
Kunimasa Suzuki með S2.
Kunimasa Suzuki með S2. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert