6988 ára afmæli jarðarinnar

Á jörðin afmæli í dag?
Á jörðin afmæli í dag?

Þann 27. apríl árið 4977 fyr­ir Krist varð jörðin til, sam­kvæmt út­reikn­ing­um þýska stærðfræðings­ins og stjörnu­fræðings­ins Johann­es­ar Keplers en hann er tal­inn faðir nú­tíma vís­inda. Hann er kunn­ast­ur fyr­ir kenn­ing­ar sín­ar um hreyf­ingu him­in­tungl­anna.

Sam­kvæmt þessu er jörðin 6988 ára í dag.

Fjallað er um af­mæl­is­dag jarðar­inn­ar í banda­ríska net­miðlin­um Huff­ingt­on Post í dag.  Kepler fædd­ist 27. des­em­ber 1571 í Weil der Stadt í Þýskalandi og á náms­ár­um sín­um í há­skóla rann­sakaði hann kenn­ing­ar pólska stjörnu­fræðings­ins Nikulás­ar Kóperikus­ar um skip­un plán­et­anna. Kópernikus, sem var uppi á ár­un­um 1473-1543, taldi að sól­in, en ekki jörðin, væri miðpunkt­ur sól­kerf­is­ins en sú kenn­ing braut í bága við ríkj­andi viðhorf á þess­um tíma.    

Árið 1600 fór Kepler til Prag til að starfa fyr­ir danska stjörnu­fræðing­inn Ticho Bra­he, sem var kon­ung­leg­ur stærðfrðing­ur við hirð Rúd­olfs II keis­ara hins heil­aga róm­verska rík­is. 

Helsta verk­efni Keplers var að rann­saka spor­braut Mars. Þegar Bra­he lést árið eft­ir tók Kepler við embætti hans og erfði mikið safn vís­inda­gagna.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert