6988 ára afmæli jarðarinnar

Á jörðin afmæli í dag?
Á jörðin afmæli í dag?

Þann 27. apríl árið 4977 fyrir Krist varð jörðin til, samkvæmt útreikningum þýska stærðfræðingsins og stjörnufræðingsins Johannesar Keplers en hann er talinn faðir nútíma vísinda. Hann er kunnastur fyrir kenningar sínar um hreyfingu himintunglanna.

Samkvæmt þessu er jörðin 6988 ára í dag.

Fjallað er um afmælisdag jarðarinnar í bandaríska netmiðlinum Huffington Post í dag.  Kepler fæddist 27. desember 1571 í Weil der Stadt í Þýskalandi og á námsárum sínum í háskóla rannsakaði hann kenningar pólska stjörnufræðingsins Nikulásar Kóperikusar um skipun plánetanna. Kópernikus, sem var uppi á árunum 1473-1543, taldi að sólin, en ekki jörðin, væri miðpunktur sólkerfisins en sú kenning braut í bága við ríkjandi viðhorf á þessum tíma.    

Árið 1600 fór Kepler til Prag til að starfa fyrir danska stjörnufræðinginn Ticho Brahe, sem var konunglegur stærðfrðingur við hirð Rúdolfs II keisara hins heilaga rómverska ríkis. 

Helsta verkefni Keplers var að rannsaka sporbraut Mars. Þegar Brahe lést árið eftir tók Kepler við embætti hans og erfði mikið safn vísindagagna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert