Kaffi, kynlíf og snýtur hættuleg hjartanu

Kaffi eykur hættuna á heilablóðfalli skv. rannsókninni.
Kaffi eykur hættuna á heilablóðfalli skv. rannsókninni. mbl.is/Ómar

Kaffi­drykkja, kyn­líf og það að snýta sér get­ur aukið hætt­una á heila­blóðfalli sam­kvæmt niður­stöðum hol­lenskra lækna við Há­skól­ann í Utrecht. Allt veld­ur þetta hærri blóðþrýst­ingi sem gæti sprengt æðar.

Náði rann­sókn­in til 250 sjúk­linga yfir þriggja ára tíma­bil og fund­ust átta áhættuþætt­ir sem voru tengd­ir við heila­blæðing­ar. Voru þess­ar þrír á meðal þeirra. Heila­blæðing get­ur átt sér stað þegar skemmd æð í heila spring­ur. Af­leiðing­in get­ur verið heilaskaði eða dauði.

Komust lækn­arn­ir að því að kaffi væri söku­dólg­ur­inn í einu af hverj­um tíu til­fell­um þegar æð í heila spring­ur. Var kaffi al­geng­asti áhættuþátt­ur­inn. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir frá þessu á vefsíðu sinni.

„All­ir or­saka­vald­arn­ir ollu skyndi­legu skamm­vinnri hækk­un á blóðþrýst­ingi en það virðist mögu­leg sam­eig­in­leg ástæða fyr­ir að æðar springa í heila,“ seg­ir Dr. Mon­ique Vlak, tauga­sér­fræðing­ur og aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert