Leita að lífi á öðrum hnöttum

Vísindamenn leita nú að lífi á öðrum hnöttum.
Vísindamenn leita nú að lífi á öðrum hnöttum.

Bandarískir stjarnvísindamenn hófu í dag umfangsmikla leit að lífi á öðrum hnöttum með risavöxnum útvarpssjónauka í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Beina þeir sjónum sínum að 86 plánetum sem þykja líkjast jörðinni.

Voru pláneturnar valdar af lista 1.235 kandídata sem fundnir voru með Kepler-geimsjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Mun útvarpssjónaukinn safna upplýsingum í sólahring um hverja plánetu.

„Það er ekki algerlega öruggt að allar þessar stjörnur séu með lífvænleg sólkerfi en þær eru góðir staðir til að leita að lífi í geimnum,“ segir Andrew Siemion, doktorsnemi við Háskóla Kaliforníu í Berkeley.

Er rannsóknin liður í SETI-verkefninu sem sett var á laggirnar um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka