Sólarvélin lent í Brussel

Vélin Solar Impulse.
Vélin Solar Impulse. DENIS BALIBOUSE

Svissneska sólarflugvélin Solar Impulse lenti í Brussel í Belgíu í kvöld, þrettán klukkustundum eftir að hún fór í loftið í Sviss. Var þetta fyrsta millilandaflug vélarinnar sem er knúinn með sólarorku.

Solar Impulse er einssætisvél með vænghaf á við venjulega stóra flugvél en vegur aðeins á við fólksbíl. Flaug vélin um það bil 480 kílómetra frá vesturhluta Sviss til Brussel yfir Frakkland og Lúxemborg í 3.600 metra hæð.

Fyrsta alþjóðlega flugið fyrir sólarorku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert