Ætla að ráða gátuna um guðsöreindina

Öreindahraðall CERN í Sviss.
Öreindahraðall CERN í Sviss. CHRISTIAN HARTMANN

Eðlisfræðingar við CERN-öreindahraðalinn greindu frá því í dag að þeir búist við að að á næsti ári verði þeir búnir að ákvarða hvort að hin svokallaða Higgs boson-öreind sé til eða ekki. Leitt hefur verið líkum að því að hún sé til og hefur hún gjarnan verið nefnd guðsöreindin.

Hefur spurningin um hvort að öreindin sé til þótt eins dularfyllsta ráðgátan í eðlisfræðinni og hefur nú aukin áherslu verið lögð á að ráða þá gátu með öreindahraðlinum.

Öreindahraðallinn er í 27 kílómetra löngum göngum um 100 metra neðanjarðar við landamæri Sviss að Frakklandi. Hann er í raun samstæða margra hraðla sem þeyta öreindum í afar sterku segulsviði í göngunum þar til þær nálgast ljóshraða, hinn endanlega hraða efnisheimsins, sem mælist rétt tæplega 300.000 kílómetrar á sekúndu


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert