„M“ og „mm“ eru fyrstu orðin

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/RAX

Dönsk rannsókn hefur leitt í ljós að fyrstu orðin sem þarlend börn læra  eru „m“ og „mm“, en með því eru börnin að láta í ljós velþóknun sína á mat og drykk.

Rannsóknin var gerð á vegum Syddansk háskólans og þar voru yfir 6000 börn á aldrinum 8-36 mánaða rannsökuð.

Fyrstu orð barnanna tengjast hungri og þorsta og mikill munur er á því hvaða orð þau skilja og hvaða orð þau geta sagt. Síðan fara þau að segja og skilja orð sem hafa með hreyfingu að gera.

Oftast byrja fyrstu orðin á b- og m-hljóðum og það eiga börn um víða veröld sameiginlegt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert