80% tegunda heims enn óþekkt

Blóðsuga sem nefnd hefur verið „T-rex
Blóðsuga sem nefnd hefur verið „T-rex" í höfuðið á risaeðlunni alræmdu er meðal nýrra tegunda sem uppgötvuðust árið 2010.

Stökkvandi kakka­lakki, sjálflýs­andi svepp­ur, bakt­ería sem nær­ist á ryði og blóðsuga sem kölluð er „T-rex" eru meðal 10 merki­leg­ustu nýju teg­und­anna sem upp­götvuðust í heim­in­um á síðasta ári, að sögn banda­rískra vís­inda­manna.

Nýju teg­und­irn­ar fund­ust í Bras­il­íu, Suður-Afr­íku, Perú, á Fil­ipps­eyj­um, Madaga­sk­ar, í Vest­ur-Afr­íku, Or­egon í Banda­ríkj­un­um, Mascar­ene eyj­um á Ind­lands­hafi, í Mexí­kóflóa og í Norður-Atlants­hafi. List­inn yfir 10 merki­leg­ustu nýju teg­und­irn­ar er tek­inn sam­an af sér­fræðing­um og birt­ur á hverju ári af alþjóðlegu teg­und­a­rann­sókna­stöðinni í Arizona-há­skóla.

Blóðsug­an sem nefnd er eft­ir risaeðlunni ill­ræmdu var fjar­lægð af nefi manns í Perú. Hún er 5 cm að lengd en það voru óvenjukraft­mikl­ir kjálk­ar henn­ar og risa­stór­ar tenn­ur sem fengu vís­inda­menn til að nefna hana „Tyr­annobdella rex" sem þýðir "harðstjóra blóðsugu­kon­ung­ur".  

Vís­inda­menn á Kan­ada og Spáni fundu bakt­erí­una sem nær­ist á ryði á hluta úr farþega­skip­inu Tit­anic, sem sótt­ur var á hafs­botn þar sem skipið hef­ur legið síðan það sökk árið 1912. Vís­inda­menn telja að bakt­erí­an kunni að nýt­ast við nátt­úru­lega eyðingu úr­eltra skipa og olíu­leiðslna á hafs­botni. Í frum­skóg­um Sao Pau­lo í Bras­il­íu fund­ust agn­arsmá­ir svepp­ir sem reynd­ust glóa í myrkri og gefa frá sér skæra, gul­græna birtu. Um 70 aðrar sjálflýs­andi sveppa­teg­und­ir hafa áður fund­ist.

Kakka­lakk­an­um hopp­andi þykir svipa til engisprettu. Hann upp­götvaðist í Suður-Afr­íku. Aðrar merk­ar teg­und­ir sem upp­götvuðust á ár­inu voru hvæs­andi krybba, óvenju­leg­ur kald­vatns­svepp­ur, ný  teg­und an­tílópu, tveggja metra löng eðla og fisk­ur sem lík­ist leður­blöku. Á Madag­ascar upp­götvaðist köngu­ló sem spinn­ur vef, sem er tvö­falt sterk­ari en vef­ur annarra köngu­lóa, þvert yfir allt að 25 metra breiðar ár.  

Vís­inda­menn telja að all­ar þær teg­und­ir sem hafa upp­götv­ast og verið skráðar frá ár­inu 1758 séu aðeins um 20% þeirra plantna og dýra sem eru til á jörðu. „Það er raun­hæft að áætla að enn eigi eft­ir að skrá, nefna og flokka um 10 millj­ón teg­und­ir. Fyrr get­um við ekki öðlast til fulln­ustu skiln­ing á marg­breyti­leika líf­rík­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert