Íslendingur efstur í alþjóðlegri forritunarkeppni

Forritarinn Viðar Svansson.
Forritarinn Viðar Svansson.

Viðar Svansson, forritari hjá hjá íslenska hugbúnaðarfélaginu TM Software, er í efsta sæti í alþjóðlegri forritunarkeppni hjá hugbúnaðarrisanum Atlassian.

TM Software segir í tilkynningu að Viðar sé meðal 60 keppenda um bestu lausnina hjá Atlassian. Keppnin felist í að þróa viðbætur fyrir kerfi og vörur frá Atlassian og felist lausn Viðars í að þróa samfélagsútgáfu af JIRA, sem sé verkbeiðna- og þjónustukerfi frá Atlassian. 

Fram kemur að hægt sé að kjósa um bestu lausnina í opinni kosningu um netið.

Forritunarkeppnin stendur yfir fram til 29. maí næstkomandi.

Nánar um keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert