Skipverjar á Bismarck reyndu að gefast upp

Orrustuskipið Bismarck á siglingu.
Orrustuskipið Bismarck á siglingu.

Nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem ekki hafa komið fram op­in­ber­lega áður benda til þess að áhöfn­in á skip­verj­ar á þýska orr­ustu­skip­inu Bis­marck hafi reynt að gef­ast upp fyr­ir breska flot­an­um á þess­um degi fyr­ir 70 árum síðan en það hafi verið haft að engu. Skip­inu var sökkt 27. maí árið 1941 í miðri síðari heims­styrj­öld­inni en það var þá eitt stærsta her­skip sem smíðað hafði verið.

Þetta kem­ur fram í nýrri bók um orr­ustu­skipið eft­ir breska rit­höf­und­inn Iain Ball­antyne sem ný­verið kom út. Þar seg­ir að Tommy Byers, sem var sjó­liði á breska orr­ustu­skip­inu Rod­ney sem tók þátt í loka­orr­ust­unni við Bis­marck þar sem því var sökkt, hafi séð þýska skip­verja draga svart­an fána að húni sem þýðir að óskað sé eft­ir því að gef­ast upp.

Byers vakti at­hygli yf­ir­manna sinna á fán­an­um og einnig því að hann og ann­ar sjó­liði hefðu séð ljósa­skeyti frá Bis­marck sem þeir túlkuðu sem til­raun til upp­jaf­ar en var sagt að hafa það að engu. Þá reyndu nokkr­ir þýsk­ir sjó­liðar að gefa merki með hönd­un­um um að þeir vildu gef­ast upp. Í bók­inni er enn­frem­ur greint frá vitn­is­b­urði tveggja annarra breskra sjó­liða sem urðu vitni að til­raun­um um borð í Bir­marck til upp­gjaf­ar.

Fram kem­ur að þessi vitn­eskja hafi alltaf nagað Byers og rétt fyr­ir and­lát hans árið 2004 hafi hann trúað syni sín­um fyr­ir henni. Hann hafi séð eft­ir því að hafa ekki reynt að gera eitt­hvað til þess að vekja meiri at­hygli á til­raun­um Þjóðverj­anna til þess að gef­ast upp en hann hafi ekki verið nógu hátt­sett­ur til þess.

Um tvö þúsund manns fór­ust með Bis­marck þegar skipið sökk. Fram kem­ur að Bret­ar hafi verið staðráðnir í að sökkva orr­ustu­skip­inu eft­ir að það hafði ásamt þýska beiti­skip­inu Prinz Eu­gen sökkt flagg­skipi breska flot­ans, orr­ustu­beiti­skip­inu Hood, vest­ur af Íslandi fá­ein­um dög­um áður með þeim af­leiðing­um að aðeins þrír af um 1.400 manna áhöfn skips­ins björguðust. Winst­on Churchill, for­sæt­is­ráðherra Breta, hafi gefið skýra skip­un um að sökkva skip­inu.

Dauðadæmd ferð

Bis­marck hafði nokkru áður lagt af stað frá Þýskalandi norður fyr­ir Ísland með viðkomu í Nor­egi. Ætl­un­in var að sigla vest­ur fyr­ir Ísland og kom­ast þannig inn á Suður-Atlants­haf og herja þar á bresk kaup­skip. Bret­ar urðu var­ir við skip­in og sendu tvö orr­ustu­skip til móts við þau, Hood og Prince og Wales. Eins og áður seg­ir sökk það fyrr­nefnda í orr­ustu á milli skip­anna vest­ur af Íslandi en Prince of Wales flúði og leitaði vars á Hval­f­irði.

Eft­ir orr­ust­una reyndi Bis­marck að kom­ast til Brest í Frakklandi sem þá var her­setið af Þjóðverj­um. Bret­ar sendu tugi her­skipa gegn þýska skip­inu eft­ir að Hood hafði verið sökkt. Þeir misstu fljót­lega af því en fundu síðan aft­ur eft­ir að flota­for­ing­inn á þýska orr­ustu­skip­inu, Gunt­her Lutj­ens, sendi sím­skeyti til Þýska­lands um viður­eign­ina við bresku her­skip­in.

Bret­ar sendu þá Swor­d­fish-tund­ur­skeyta­flug­vél­ar frá flug­móður­skip­um til árása á Bis­marck og tókst að lok­um að koma einu tund­ur­skeyti í stýris­búnaðinn á skip­inu með þeim af­leiðing­um að það stýrið fest­ist í beygju sem þýddi að það fór af leið sinni til Frakk­lands og færðist nær bresku her­skip­un­um sem veittu því eft­ir­för.

Að lok­um kom til loka­orr­ustu á 27. maí og er óhætt að segja að um of­ur­efli hafi verið að etja fyr­ir þýska orr­ustu­skipið. Skot­hríðin dundi á því úr öll­um átt­um og að lok­um var það sund­ur­skotið og log­andi stafna á milli en sökk ekki. Þá var Bis­marck hætt að geta svarað skot­hríð bresku skip­anna. Sigldi þá breska beiti­skipið Dor­sets­hire upp að því og sendi hrinu af tund­ur­skeyt­um í síðu þess og veitti því þar með náðar­höggið.

Skömmu áður sendi Lutj­ens skeyti til Ad­olfs Hitlers, ein­ræðis­herra Þýska­lands, þar sem fram kom að bar­ist yrði til síðasta manns á Bis­marck en bætti við að hugs­an­lega vildu ein­hverj­ir í áhöfn­inni gef­ast upp en þeir væru þá í von­lausri aðstöðu til þess.

Sam­tals fór­ust 1.995 manns af 2.200 manna áhöfn Bis­marck.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert