Þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífi hefur losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið aldrei verið meiri en árið 2010. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu frá Alþjóðlegu orkumálastofnunni, en breska blaðið Guardian segir frá henni í dag.
Á síðasta ári var losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið 30,6 gígatonn, sem er aukning um 1,6 gígatonn frá árinu 2009. Þetta er mesta losun sem mælst hefur.
Það kom vísindamönnum á óvart að mesti samdráttur í efnahagslífi sem orðið hefur í heiminum í 80 ár skyldi hafa aðeins minniháttar áhrif á á losun gróðurhúsalofttegunda. Meginástæðan fyrir losun gróðurhúsalofttegunda er brennsla jarðefnaeldsneytis.