Farsími hugsanlega krabbameinsvaldandi

mbl.is/Brynjar Gauti

Geislun frá farsímum getur hugsanlega valdið krabbameini. Þetta er mat Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna WHO.

WTO setti í dag farsíma á lista yfir umhverfisþætti sem geta valdið krabbameini. Áður en þessi breyting var gerð hafði stofnunin lýst því yfir að ekkert benti til að geislun frá farsíma gæti stuðlað að því að fólk fengi krabbamein.

Þessi niðurstaða þýðir að ekki er búið að gera nægilega miklar rannsóknir á langtímaáhrifum geislunar frá farsímum til að hægt sé að fullyrða að símarnir séu öruggir, en það liggja fyrir nægilega miklar tölfræðilegar upplýsingar um tengsl farsíma og krabbameins að ástæða sé til að benda farsímanotendum á hættuna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert