Segjast hafa stolið milljón aðgangsorðum

Hópur tölvuþrjóta, sem nefnir sig Lulz Security, segist hafa stolið yfir 1 milljón aðgangsorða, netfanga og annarra upplýsinga frá SonyPictures.com. 

Þetta er fullyrt á Twittervef hópsins, @LulzSec.

„Við brutumst nýlega inn í SonyPictures.com og komumst yfir persónuupplýsingar um yfir 1.000.000m notenda, þar á meðal aðgangsorð, netföng, heimilsföng og kennitölur og allar þær upplýsingar, sem Sony biður um," segir þar. 

Sony vildi ekki tjá sig um þetta. Nýlega kom fram, að tölvuþrjótar höfðu brotist inn í  PlayStation Network hjá Sony og komist yfir upplýsingar um yfir 100 milljónir notenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka