Með því að styðja betur við bólusetningar barna í 72 fátækum og millitekjuháum löndum væri hægt að bjarga lífum 6,4 milljóna barna á tíu árum og spara yfir 151 milljarð dala sem annars myndu tapast í minni framleiðni og lækniskostnað. Eru þetta niðurstöður tveggja nýrra rannsókna sem birtar voru í nýjasta hefti tímaritsins Health Affairs.
Í þeim var kannað hvaða áhrif það hefði ef 90% barna í 72 löndum væru bólusett m.a. fyrir barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mislingum.
„Þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt það er að mæla efnahagslegan ávinning bólusetninga umfram það sem sparast í lækniskostnað,“ segir Meghan Stack sem stjórnaði annarri rannsókninni við John Hopkins Bloomberg skólann í Baltimore í Bandaríkjunum.
Í annarri rannsókn kemur fram að slíkt átak í bólusetningum væri ólíklegt nema ef til kæmi framlög frá þróuðum ríkjum til að aðstoða fátækari ríkin.