Erfðavísar mígrenis fundnir

Mígreni veldur sárum höfuðverkjum og er algengara meðal kvenna en …
Mígreni veldur sárum höfuðverkjum og er algengara meðal kvenna en karla. Myndin er sviðsett. Ásdís Ásgeirsdóttir

Vísindamenn hafa fundið þrenningu erfðavísa sem taldir eru tengjast mígreni, einn erfðavísanna er einskorðaður við konur, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var í dag.

Mígreni veldur mjög sárum höfuðverkjum og getur haft áhrif á sjón fólks. Allt að því fimmtungur fólks líður af sjúkdómnum.

Vísindamenn lýsa ástandinu, sem er 3-4 sinnum algengara meðal kvenna en karla, sem fráviki í heila þar sem taugungar, eða heilafrumur, bregðast afbrigðilega við áreiti.

Orsökin er ekki vituð nákvæmlega, en erfðir eru taldar vega þungt. 

Markus Schürks við Brigham and Women's sjúkrahúsið í Boston stýrði rannsókn á erfðamengi 22,230 kvenna víða um heim en 5,122 þeirra liðu af mígreni.

Erfðaefni þeirra sem voru með mígreni og hinna sem höfðu ekki sjúkdóminn var borið saman. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í breska vísindaritinu Nature Genetics í dag. Rannsóknin er sú umfangsmesta sinnar tegundar til þessa. 

Þrír erfðavísar fundust oftar hjá þeim sem voru með mígreni en hinum sem ekki höfðu sjúkdóminn. Tveir erfðavísanna, sem kallaðir eru PRDM16 og TRPM8, tengdust mígreni sérstaklega en ekki öðrum höfuðverkjum. Þá var TRPM8 einungis tengdur mígreni í konum. 

Þriðji erfðavísirinn sem talinn er tengjast mígreni er kallaður LRP1 en hann kemur líka við sögu varðandi skynjun á umhverfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert