Vann netkosningu í forritunarkeppni

Viðar Svansson
Viðar Svansson

Forritari hjá íslenska hugbúnaðarfélaginu TM Software vann netkosningu í forritunarkeppni hjá alþjóðlega hugbúnaðarrisanum Atlassian. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá TM Software.

Viðar Svansson, forritari hjá TM Software, var meðal 60 keppenda um að þróa viðbætur fyrir kerfi og vörur frá Atlassian. Lausn Viðars var samfélagsútgáfu af JIRA, sem er verkbeiðna- og þjónustukerfi frá Atlassian. TM Software hefur unnið náið með Atlassian í þróun á viðbótum fyrir JIRA.

Viðar segir í fréttatilkynningu að markmiðið með þátttökunni hafi verið meðal annars að kanna forritunarhæfni sína í JIRA þróunarsamfélaginu, vekja athygli á sjálfum sér í því samfélagi og um leið TM Software, sem hefur þróað Tempo, sem er tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi fyrir JIRA.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert