Fyrsti almyrkvi ársins á tungli

Tunglmyrkvi
Tunglmyrkvi Árni Sæberg

Fyrsti almyrkvi ársins á tungli mun eiga sér stað í kvöld þegar jörðin varpar skugga sínum á tunglið. Almyrkvinn í ár mun vera sá lengsti í tæp 11 ár og verður hann sjáanlegur í hinum ýmsu ríkjum Evrópu, Afríku, Mið-Asíu og Ástralíu.

Skuggi mun færast yfir tunglið um klukkan 17:24 og vara til 23. Sjálfur almyrkvinn mun hefjast um klukkan 19:22 og vara hátt í tvær klukkustundir og er það lengsti almyrkvi á tungli síðan í júlímánuði árið 2000. Almyrkvinn mun sjást best í austurhluta Afríku, Miðausturlöndum, Asíu og vestasta hluta Ástralíu.

Næsti almyrkvi á tungli mun eiga sér stað þann 10. desember næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert