Farsímar ekkert hættulegir?

Eru farsímar hættulegir heilsunni?
Eru farsímar hættulegir heilsunni? Reuters

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in, WHO, ákvað ný­verið að flokka farsíma með „hugs­an­leg­um krabba­meinsvöld­um“ vegna geisl­un­ar frá þeim, þeir séu jafn vara­sam­ir og kaffi og klóró­form. En rann­sókn­ir síðustu árin hafa verið afar mis­vís­andi, sum­ar hafa sýknað farsím­ana. Vís­inda­menn við Tam­p­ere-há­skóla í Finn­landi hafa nú sýnt fram á að þeir sem nota farsíma mikið séu ekki lík­legri en aðrir til að fá krabba­mein­sæxli á svæðum í inn­an við 5 cm fjar­lægð frá síma í notk­un.

Um 90% af geisl­un­inni frá gem­s­um mæl­ist nokkra cm frá sím­an­um. Niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar þykir því benda til að gem­s­inn sé alls ekki krabba­meinsvald­ur, seg­ir í frétt Reu­ters. En niðurstaðan er þó ekki end­an­leg, að sögn dr. Suvi Lar­ja­va­ara, sem stýrði rann­sókn­inni. Krabba­mein geti verið lengi að mynd­ast og aðeins 5% af þátt­tak­end­um í rann­sókn­inni hafi notað farsíma í 10 ár eða leng­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert