Milljarður „googlaði" í maí

Reuters

Tölur, sem stofnunin comScore birti í dag sýndu, að heimsóknir á Google leitarvefinn í maí fóru yfir 1 milljarð. Hefur það ekki gerst fyrr í sögu netsins að vefsíða fær yfir 1 milljarð heimsókna á einum mánuði.

Bandaríski hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft nálgast þetta takmark en vefur fyrirtækisins fékk um 900 þúsund heimsóknir í maí.  

Facebook var þriðji mest sótti vefurinn og sá vefur þar sem notendur vörðu mestum tíma.

Vefur comScore.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert