Brenna borgir í EVE Online

Eve Online gerist í fjarlægum heimi.
Eve Online gerist í fjarlægum heimi.

Fjölmargir af þeim sem spila netleikinn EVE Online sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP heldur úti hafa undanfarið mótmælt harðlega áformum fyrirtækisins um að gera spilurðum kleift að kaupa hluti innan leiksins fyrir raunverulega peninga.

Mótmælendur óttast að þetta kunni að þýða að hægt verði að kaupa hluti með skjótum hætti fyrir alvöru peninga sem aðrir hafi til þessa þurft að eyða miklum tíma og fyrirhöfn í að verða sér úti um. Þá eru þessi áform gagnrýnd fyrir að byggjast á græðgi af hálfu CCP.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur umtalsverður fjöldi fólks lýst því yfir að það ætli að hætta að greiða fyrir afnot af EVE Online í mótmælaskyni og þá fari stór hópur spilara, allavega um tvö þúsund manns, um í heiminum sem leikurinn fer fram í og brennir borgir og fleira sem á vegi þeirra verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka