Finnum geimverur innan 20 ára

Geimvera í Nýju Mexíkó.
Geimvera í Nýju Mexíkó. AP

Rússneskir geimvísindamenn segja að þeir búist við því að mannkynið komist í kynni við geimverur á næstu tveimur áratugum. Tilurð lífsins væri eins óumflýjanleg og myndun atóma þannig að öruggt sé að líf sé til utan jarðarinnar.

Andrei Finkelstein, yfirmaður rússnesku geimvísindastofnunarinnar, lét hafa þetta eftir sér á alþjóðlegri ráðstefnu sem fjallar um leitina að lífi í geimnum. Sagði hann að tíu prósent af þeim plánetum sem þekktar eru sem ganga í kringum stjörnur í Vetrarbrautinni svipi til jarðarinnar.

Ef vatn finnst þar þá væri þar einnig líf. Sagði Finkelstein að geimverurnar líktust líklega mönnum með tvo handleggi, tvo fætur og höfuð. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

„Það getur verið að þær hafi annan húðlit en meira að segja við höfum það,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka