Sykurskertir drykkir fitandi

Mikil neysla á sykurskertum drykkjum getur verið fitandi.
Mikil neysla á sykurskertum drykkjum getur verið fitandi. mbl.is/Sverrir

Regluleg og mikil neysla á sykurskertum gosdrykkjum getur verið fitandi, samkvæmt nýjum bandarískum rannsóknum. Þó að slíkir drykkir innihaldi yfirleitt færri kaloríur getur neysla þeirra ýtt undir aukið át. Frá þessu er greint á vefnum Express.co.uk.

Önnur rannsóknin tók til ríflegra 500 þátttakenda. Þeir sem drukku þessa drykki óhóflega á hverjum degi í tíu ár voru með 70% stærra mittismál en þeir sem ekki höfðu snert slíka drykki. Jafnvel þeir sem aðeins drukku tvo drykki á dag bættu að jafnaði tveimur tommum við mittið.

Hin rannsóknin var gerð á músum en þær voru aldar á sætuefni sem algengt er í sykurskertum drykkjum. Kom í ljós að blóðsykur músanna fór upp úr öllu valdi á þremur mánuðum.

Niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu um sykursýki í Kaliforníu. Þar lét Helen Hazuda prófessor hafa eftir sér að önnur rannsóknin hefði sýnt fram á sláandi mun milli þeirra sem neyttu þessara drykkja og þeirra sem gerðu það ekki. Drykkirnir gætu vel verið lausir við kaloríur en áhrifin væru afgerandi. Líkur væru á að sætuefnin kölluðu fram hungurtilfinningu hjá fólki, sem þar með færi að borða óhóflega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert