Fæðingardeildir í Ósló hætta að nota hláturgas

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fæðingardeild í Ulleval og á ríkisspítalanum í Osló munu frá næsta hausti ekki bjóða konum nituroxíð eða hláturgas sem verkjameðferðarúrræði við fæðingu. Ástæða þess er hætta á sjálfkrafa fósturlátum hjá þeim starfsmönnum spítalanna sem umgangast gasið. „Við getum ekki haldið efninu inni í fæðingarherbergi undir hættulegum mörkum og höfum fengið skýr fyrirmæli frá umhverfissviðinu um að hætta að nota efnið,“ segir Bente Rönnes hjá háskólanum í Osló.

Fæðingardeildirnar í Ulleval og á ríkisspítalanum í Osló fá um 9.500 konur, sem komnar eru að falli, til sín árlega. Meira en helmingur kvennanna notaði hláturgas í meira eða minna mæli í eðlilegri fæðingu. Nokkrir spítalar í Noregi hafa nú þegar hætt að nota hláturgas og til dæmis hætti háskólasjúkrahúsið Haukeland í Bergen því árið 2002.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert