MÓSA smitum fjölgar í Danmörku

Sýkingum af völdum MÓSA baktería hefur fjölgað mjög í Danmörku.
Sýkingum af völdum MÓSA baktería hefur fjölgað mjög í Danmörku. Reuters

Tíðni smita af völdum MRSA klasasýkla (stafylokok), eða MÓSA, meira en tífaldaðist í Danmörku frá árinu 2002 til 2010. Árið 2002 voru 100 nýsmit af MÓSA í Danmörku en í fyrra voru þau 1.097 talsins.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem Bertel Haarder, innanríkis- og heilbrigðisráðherra, lagði fram og fréttavefur Politiken greinir frá.  MÓSA er skammstöfun fyrir Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus að því er framkemur á Vísindavefnum.

Bakterían er ónæm fyrir öllum sýklalyfjum sem byggja á penicillin en lyf þeirrar gerðar hafa verið mikilvirt lyf gegn bakteríusýkingum. Bakterían getur valdið sárum á húð og því að sýking hlaupi í sár en hún hefur einnig valdið alvarlegum sýkingum  eftir skurðaðgerðir og valdið blóðeitrun sem getur reynst banvæn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert