Hávaxnir í meiri hættu

Hæðinni fylgir aukin hætta.
Hæðinni fylgir aukin hætta. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vís­inda­menn við há­skól­ann í Oxford hafa sýnt fram á að há­vaxn­ir virðast í meiri hættu en aðrir að fá ein­hverja af tíu gerðum til­tek­inna krabba­meina. Heilsu­vef­ur BBC grein­ir frá þessu.

Þar kem­ur fram að fyr­ir hverja 10 senti­metra sem hæð ein­stak­lings er um­fram fimm fet (152 senti­metra) aukast lík­urn­ar á því að fá eitt­hvert hinna til­teknu gerða krabba­meina um 16%.

Rann­sókn sem gerð var á 1,3 millj­ón­um breskra miðaldra kvenna frá 1996-2001, og sagt var frá í vís­inda­rit­inu The Lancet Oncology, benti til þess að efni sem stjórna hæð fólks geti einnig haft áhrif á vöxt æxla.

Breska krabba­meins­fé­lagið Cancer Rese­arch UK seg­ir að há­vaxið fólk eigi ekki að ótt­ast þess­ar niður­stöður. 

Rann­sókn­in tengdi aukn­ar á lík­ur á að fá tíu teg­und­ir krabba­meina við hæð, þ.e. krabba­mein í ristli, endaþarmi,  brjóst­um, legi, eggja­stokk­um, nýr­um, eitl­um, eitlakrabba­mein önn­ur en Hod­gkin, hvít­blæði og ill­kynja sortuæxli.

Há­vöxn­ustu kon­urn­ar, þæs sem voru meira en 180 senti­metra háar (5"9') voru 37% lík­legri til að hafa fengið æxli en þær lág­vöxn­ustu sem voru minna en 152 senti­metra háar.

Þótt rann­sókn­in hafi ein­ung­is beinst að kon­um sögðu vís­inda­menn­irn­ir að aukn­ar lík­ur á að fá þessi krabba­mein með auk­inni lík­ams­hæð ætti einnig við um karl­menn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka