Bílar verði sparneytnari

Barack Obama.
Barack Obama. LARRY DOWNING

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti kynn­ir síðar í vik­unni ný viðmið um eldsneyt­isnýt­ingu fólks­bíla og léttra trukka fyr­ir árin 2017 til 2025. Eiga áformin að spara neyt­end­um um­tals­vert fé í eldsneyt­is­kostnað auk þess að draga úr ol­íu­notk­un og meng­un.

Bygg­ir áætl­un­in á hug­mynd­um sem sett­ar voru fram í maí árið 2009 sem áttu að bæta eldsneyt­isnýt­ingu og draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda nýrra bíla og trukka. 

Gert er ráð fyr­ir að bíla­floti Banda­ríkj­anna muni kom­ast 15,44 kíló­metra á hverj­um lítra fyr­ir árið 2016. Árið 2009 fór hann um það bil tíu og hálf­an kíló­metra á hverj­um bens­ín­lítra.

Hækk­andi bens­ín­verð hef­ur kynnt und­ir verðbólgu í Banda­ríkj­un­um á þessu ári þó að dregið hafi úr henni í júní­mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert