Bílar verði sparneytnari

Barack Obama.
Barack Obama. LARRY DOWNING

Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnir síðar í vikunni ný viðmið um eldsneytisnýtingu fólksbíla og léttra trukka fyrir árin 2017 til 2025. Eiga áformin að spara neytendum umtalsvert fé í eldsneytiskostnað auk þess að draga úr olíunotkun og mengun.

Byggir áætlunin á hugmyndum sem settar voru fram í maí árið 2009 sem áttu að bæta eldsneytisnýtingu og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda nýrra bíla og trukka. 

Gert er ráð fyrir að bílafloti Bandaríkjanna muni komast 15,44 kílómetra á hverjum lítra fyrir árið 2016. Árið 2009 fór hann um það bil tíu og hálfan kílómetra á hverjum bensínlítra.

Hækkandi bensínverð hefur kynnt undir verðbólgu í Bandaríkjunum á þessu ári þó að dregið hafi úr henni í júnímánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert