Japanskar konur enn langlífastar

Japanskar stúlkur mega eiga von á því að lifa allra …
Japanskar stúlkur mega eiga von á því að lifa allra kvenna lengst. BOBBY YIP

Japanskar konur eru enn þær langlífustu í heimi. Meðallífslíkur þeirra hafa reyndar lækkað aðeins en þær mega búast við því að lifa í 86,39 ár. Konur frá Hong Kong og Frakklandi eru þær sem lifa næstlengst.

Hafa meðallífslíkur japönsku kvennanna minnkað um 0,05 ár og er það í fyrsta skipti í fimm ár sem þær minnka. Mestar voru þær árið 2009 þegar þær mældust 86,44 ár.

Telur heilbrigðisráðuneyti landsins að rekja megi lækkunina til hitabylgju sem gekk yfir landið í fyrra og olli dauða eldra fólk. Lést metfjöldi úr hitaslagi, alls 1.718, Yfir 80% þeirra sem létust voru 65 ára og eldri.

Í Hong Kong eru meðallífslíkur kvenna 85,9 ár og í Frakklandi 84,8. Hvað karlana varðar eru Japanir í fjórða sæti með meðallífslíkur upp á 79,64 ár. Er þetta fimmta árið í röð sem líkurnar hækka og hafa þær aldrei verið meiri.

Karlar lifa lengst í Hong Kong þar sem lífslíkur þeirra eru að meðaltali 80 ár. Þar á eftir koma Sviss og Ísrael þar sem menn lifa að meðaltali til 79,8 og 79,7 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert