Stærri heilar fjær miðbaug

Heili.
Heili. Reuters

Niðurstöður rannsókna, Oxford háskóla í Bretlandi, á 55 höfuðkúpum frá 12 löndum,  hafa sýnt að heilinn í þeim sem lifa fjær miðbaug er stærri en í þeim sem lifa nær honum, að því er fram kemur á fréttavef The Telegraph.

Fólk sem býr í norðri  hefur þróað með sér hæfileika til að geta lifað í litlausu, skýjuðu umhverfi sem leiðir til styttri daga. Þetta gæti þýtt að Íslendingar væru fljótari að hugsa en fólk sem býr nær miðbaug, ef gengið er út frá því að gáfur ráðist af heilastærð. Ekki er tekin afstaða til þess í rannsókninni sem hér um ræðir.

Rannsóknin leiddi það hins vegar í ljós að þeir sem búa norðar á jörðinni eru að jafnaði með stærri augu, sjóntaug og stærri heila, sem gerði þeim það kleift að vinna úr sjónrænu áreiti í umhverfi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert