Franskir og úgandískir steingervingafræðingar, tilkynntu í dag um að hauskúpa af apa sem er talið að sé um tuttugu milljón ára gömul hafi fundist í Úganda í Afríku. Vísindamennirnir segja að fundurinn geti hjálpað til við að varpa ljósi á söguna.
„Þetta er í fyrsta skipti sem hauskúpa af þessari tegund finnst í heilu lagi. Þetta mun koma Úganda á kortið í heimi vísindanna,“ sagði Martin Pickford, steingervafræðingur frá Háskólanum í Frakklandi.