Google+ vex á ógnarhraða

Samskiptavefir njóta mikilla vinsælda
Samskiptavefir njóta mikilla vinsælda Reuters

Þrátt fyrir að Google hafi ekki sett samskiptavefinn Google+ í loftið fyrr en í sumar þá vex vefurinn á ógnarhraða. Samt sem áður þykir ólíklegt að Google+ eigi eftir að ógna forskoti Facebook á næstunni.

Enginn samskiptavefur hefur vaxið jafn hratt og Google+ hefur gert frá því að hann fór í loftið þann 28. júní sl. Tæpum mánuði síðar voru notendurnir orðnir 25 milljónir talsins.

Notendur Facebook eru hins vegar yfir 750 milljónir talsins.

Andrew Lipsman, varaforseti comScore, greiningarfyrirtækisins, segir að það hafi tekið aðra samskiptavefi mun lengri tíma að ná 25 milljón notenda markinu. Myspace var 22 mánuði, Twitter 33 mánuði og Facebook var 37 mánuði að ná 25 milljónum notenda á sitt band.

Lipsman telur að oft sé ekki gott að vaxa jafn hratt og Google+ er að gera því með því geti glatast tækifæri til að byggja upp traustan grunn notenda. Flestir þeirra sem nota Google+ eru Bandaríkjamann eða 6,4 milljónir. 3,6 milljónir Indverja nýta Google+ og 1,1 milljón Kanadabúa hefur komið sér fyrir á samskiptavefnum nýja.

Að sögn Lipsman eru margir þeirra einnig að nýta sér póstforrit Google, Gmail. 

Google+
Google+ Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka