Notendur IE greindarskertir?

Getur val fólks á vöfrum gefið vísbendingar um andlega getu …
Getur val fólks á vöfrum gefið vísbendingar um andlega getu þess? Reuter

Not­end­ur In­ter­net Explor­er-vafrans eru með lægri greind­ar­vísi­tölu en not­end­ur annarra vafra. Þetta eru niður­stöður rann­sókn­ar ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem nefn­ist Apt­iQuant. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Við rann­sókn­ina voru þátt­tak­end­ur látn­ir taka greind­ar­vísi­tölu­próf og niður­stöður þeirra born­ar sam­an við hvaða vafra þeir studd­ust við.

Not­end­ur In­ter­net Explor­er voru með lægri greind­ar­vísi­tölu að meðaltali en not­end­ur sem studd­ust við Google Chrome, Firefox og Safari. Not­end­ur Cam­ino og Opera mæld­ust greind­ast­ir.

Niður­stöðurn­ar hafa kallað fram reiði á meðal stuðnings­manna In­ter­net Explor­er sem hafa hótað Apt­iQuant lög­sókn.

Um 100.000 ein­stak­ling­ar tóku þátt í rann­sókn­inni. Niður­stöðurn­ar voru þær að greind­ar­vísi­tala þeirra, sem nota In­ter­net Explor­er, var að meðaltali rétt rúm­lega átta­tíu. Greind­ar­vísi­tala Chrome, Firefox og Safari var að meðaltali rúm­lega 100 og not­end­ur Opera og Cam­ino voru með greind­ar­vísi­tölu upp á rúm­lega 120 að meðaltali.

Apt­iQuant hef­ur lagt áherslu á að það að nota In­ter­net Explor­er þýði ekki að viðkom­andi hafi lága greind­ar­vísi­tölu. „Það þýðir í raun að ef þú hef­ur lága greind­ar­vísi­tölu eru góðar lík­ur á því að þú not­ir In­ter­net Explor­er,“ sagði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Dav­id Spieg­el­halter, pró­fess­or í töl­fræði við Cambridge-há­skóla, seg­ist í sam­tali við BBC hafa um­tals­verðar efa­semd­ir um niður­stöðurn­ar. „Niður­stöðurn­ar gefa til kynna að not­end­ur In­ter­net Explor­er séu með greind­ar­vísi­tölu í kring­um 80. Þá er viðkom­andi á jaðri þess að telj­ast þroska­heft­ur - nán­ast ekki fær um tak­ast á við heim full­orðinna.“

„Þess­ar töl­ur eru mjög óeðli­lega lág­ar og móðgun við not­end­ur In­ter­net Explor­er.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka