Er vatn á Mars?

Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafa greint dökkar rendur í fjallshlíðum á Mars. Þeir telja þær hafa myndast eftir að saltvatn rann niður hlíðarnar.

Sé þetta raunin, þá er þetta í fyrsta skipti sem sýnt er fram á að fljótandi vatn finnist á Mars.

„Þetta er leyndardómur, en ég held að með því að rannsaka málið komumst við að ástæðu þessa,“ segir Alfred McEwen, sem stjórnar rannsókninni.


Rauða plánetan Mars er eilífur leyndardómur.
Rauða plánetan Mars er eilífur leyndardómur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert