Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafa greint dökkar rendur í fjallshlíðum á Mars. Þeir telja þær hafa myndast eftir að saltvatn rann niður hlíðarnar.
Sé þetta raunin, þá er þetta í fyrsta skipti sem sýnt er fram á að fljótandi vatn finnist á Mars.
„Þetta er leyndardómur, en ég held að með því að rannsaka málið komumst við að ástæðu þessa,“ segir Alfred McEwen, sem stjórnar rannsókninni.