Búa til sæði úr stofnfrumum

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is

Japönskum vísindamönnum við Kyoto háskóla hefur tekist að þróa sæðisfrumur úr stofnfrumum músafóstra. Þetta er talinn mikilvægur áfangi í rannsóknum og meðferð við ófrjósemi.

Frumunum var sprautað í ófrjóar karlmýs og urðu þá sáðfrumur þeirra frjóar.  Þær voru látnar eignast afkvæmi og útkoman varð heilbrigðar mýs, sem voru fullkomlega færar um að fjölga sér.

Enn er þó nokkuð í að hægt verði að nýta sér þessar niðurstöður til að vinna bug á ófrjósemi fólks; að minnsta kosti áratugur að mati vísindamannanna.  

Fylgst verður vel með hvort einhver áhrif verða á afkvæmin sem getin eru með þessum hætti.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka