Silfurský á himni

Silfurský á himni
Silfurský á himni Ljósmyndari Sverrir Guðmundsson

Sverrir Guðmundsson stjörnuáhugamaður kom auga á sérkennilega hvíta skýjaslæðu í norðurátt er hann ók Sæbrautina á miðnætti.

„Ég hafði aldrei séð svona fyrirbæri áður en renndi strax grun í að þetta væru svonefnd silfurský (noctilucent clouds á ensku).

Í stuttu máli sagt eru silfurský þunnar skýjaslæður sem eru langt fyrir ofan veðrahvolfið, í um 75-90 km hæð. Þar sem þau liggja í svo mikilli hæð þá nær sólin að lýsa þau upp löngu eftir að hún er sest," segir í bloggfærslu Sverris á Stjörnufræðivefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka