Gagnrýnir mannaðar geimferðir

Rússneskir geimfarar
Rússneskir geimfarar Reuters

Hinn nýskipaði yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar, Vladimír Popovkin, viðurkenndi að of mikil áhersla hafi verið lögð á mannaðar geimferðir að undanförnu og að þær hafi skilað takmörkuðum árangri. 

Popovkin tók við embætti fyrr á þessu ári og lét hann ummælin falla á einum af sínum fyrstu blaðamannafundum.

Hann segir nánast óásættanlegt að nær helmingur alls fjármagns rússnesku geimferðastofnunarinnar renni í að senda mann á sporbraut um jörðu.

„Ef það svarar kostnaði og gefur jákvæða niðurstöðu að senda mann út í geim, þá er það þess virði. En ef einstaklingurinn vill einungis vera á sporbraut um jörðu, þá sé ég ekki jákvæðu hliðarnar við það. Það verður að skila einhverju af sér að senda mann út í geim,“ sagði Popovkin.

Eftir að Bandaríkjamenn lögðu af geimferjur sínar nýverið, eru Rússar eina þjóðin sem býr yfir tækni til að senda geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert