Geta nú bætt við erfðaefni þráðorms

Reuters

Vísindamönnum við rannsóknarstofu Cambridge-háskóla í sameindalíffræði hefur tekist að auka við erfðaefni þráðormsins Caenorhabditis elegans og þannig eiga við erfðaefni lifandi veru.

Breska útvarpið, BBC, segir frá þessari uppgötvun en á vef þess kemur fram að 21. amínósýrunni hafi verið bætt við erfðaefnið. Sú sé ný af nálinni og bætist við þær 20 amínósýrur sem myndi grundvöll erfðaefnis og þar með lífsins.

Byggingareiningar lífsins

Gerð er grein fyrir niðurstöðunum í fræðiritinu Journal of the American Chemical Society en þar kemur m.a. fram að hver fruma í þráðormunum breyttu framleiði nú prótein sem veldur því að þeir glóa í útfjólubláu ljósi.

Uppgötvunin þykir opna ýmsa möguleika, m.a. í læknisfræði, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvert notagildið verður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert