Ólíklegt að Bretar eigi eftir að upplifa öskuský líkt og á síðasta ári þegar gosið varð í Eyjafjallajökli. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem er birt í Geology-tímaritinu.
Á vef BBC kemur fram að gosið í Eyjafjallajökli hafi kostað evrópskt viðskiptalíf yfir tvo milljarða punda, 375 milljarða króna. Minni eldgos í vor fylltu einhverja áhyggjum um að eldgosum færi fjölgandi í Norður-Evrópu.
En samkvæmt rannsókninni geta íbúar Norður-Evrópu vænst þess að upplifa slík öskuský sem fylgdu eldgosinu í Eyjafjallajökli á um 56 ára fresti sé sagan skoðuð. Flest eldgosanna sem um ræðir urðu á Íslandi. Þar af þriðjungur í Heklu.
Samkvæmt rannsókninni eru vestlægir vindar líklegastir til að senda öskuský yfir Skandinavíu. Aftur á móti ef norðlægar áttir eru ríkjandi þá getur askan farið yfir Írland og Bretland.