Segir Google+ ekki hafa neina notendur

Facebook samskiptavefurinn á skjánum.
Facebook samskiptavefurinn á skjánum. Reuters

Hátt­sett­ur starfsmaður net­fyr­ir­tæk­is­ins Face­book seg­ir að nýja sam­skipta­vef­inn Google+, sem sett­ur var á lagg­irn­ar í sum­ar af sam­keppn­isaðilan­um Google, skorti not­end­ur, hann sé ófrum­leg­ur og höfði ekki til fram­leiðenda hug­búnaðar.

Sean Ryan hjá Face­book bend­ir á að fyr­ir­tækið taki 30% af tekj­um af öll­um leikj­um sem spilaðir eru í gegn­um Face­book-sam­skipta­vef­inn á meðan Google taki aðeins 5% af tekj­um af leikj­um í gegn­um Google+. „Google tek­ur aðeins 5% af því að þeir hafa enga not­end­ur,“ er haft eft­ir Ryan á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

Bent er á í frétt­inni að Google+ hafi nú um 25 millj­ón­ir not­end­ur eft­ir að hafa verið í gangi í tæpa tvo mánuði. Það hafi hins veg­ar tekið Face­book tíu mánuði árið 2004 að ná einni millj­ón not­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert