Vísindamenn við Penn State-háskólann bandaríska og Geimferðamálastofnunina, NASA, hafa velt fyrir sér hvað gæti valdið árás geimvera á jörðina. Ein tilgátan er að árás yrði gerð til að stöðva hlýnun lofthjúpsins, segir á vefsíðu Fox-stöðvarinnar.
Geimverur gætu ráðist á okkur og „drepið okkur, hneppt okkur í þrældóm og hugsanlega étið okkur“, segir m.a. í skýrslunni. En einnig gætu þær talið að við værum ógn við sólkerfið, rétt eins og við séum ógn við eigin plánetu með því að stuðla að breytingum í lofthjúpnum.