Rafbílar í vörn í Kína

Úr umferðinni í Peking.
Úr umferðinni í Peking. Reuters

Kín­verj­ar hafa sýnt tvinn­bíln­um Toyota Prius svo lít­inn áhuga að aðeins eitt ein­tak af bíln­um seld­ist í þessu fjöl­menn­asta ríki heims í fyrra. Áætlan­ir um raf­bíla­væðingu á þess­um stærsta bíla­markaði ver­ald­ar eru í upp­námi.

Breska dag­blaðið Guar­di­an seg­ir frá þró­un­inni á kín­verska bíla­markaðnum en til­efnið er að Kína fór í mánuðinum fram úr Banda­ríkj­un­um sem stærsti markaður fyr­ir öku­tæki í heim­in­um.

Litið hef­ur verið til áhuga kín­verskra stjórn­valda á raf­bíl­um sem vís­bend­ing­ar um að styttra geti verið í inn­leiðingu slíkr­ar tækni en svart­sýn­is­menn hafa talið.

Nú eru hins veg­ar blik­ur á lofti. Útbreiðsla raf­bíla er ekki í takti við áætlan­ir stjórn­valda og hef­ur BYD, einn stærsti fram­leiðandi raf­hlaðna í heim­in­um, dregið úr fram­leiðslu á raf­bíl­um vegna þess að erfiðlega geng­ur að finna kaup­end­ur vegna kostnaðar. Var banda­ríski fjár­fest­ir­inn War­ren Buf­fett í hópi þeirra sem höfðu mikla trú á fyr­ir­tæk­inu en hann á tals­verðan hlut í því.

Á sama tíma hafa selst 850.000 eyðslu­frek öku­tæki í Kína í ár og er það aukn­ing um 24% frá fyrra ári.

Til sam­an­b­urðar settu kín­versk stjórn­völd sér það mark­mið að millj­ón raf­bíl­ar og ten­gilt­vinn­bíl­ar yrðu komn­ir í um­ferð árið 2015, mark­mið sem nú er talið óraun­hæft.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert