Demantastjarna í geimnum

Vetrarbrautin.
Vetrarbrautin. Reuters

Stjarn­fræðing­ar hafa fundið sér­staka plán­etu í út­jarði vetr­ar­braut­ar­inn­ar en plán­et­an virðist vera dem­ant­ur, sem er á braut um­hverf­is litla stjörnu. 

Plán­et­an virðist vera mun þétt­ari en aðrar þekkt­ar plán­et­ur og er að mestu úr kol­efni. Vegna þétt­leik­ans hafa vís­inda­menn reiknað það út, að kol­efnið hljóti að hafa krist­all­ast og því sé stór hluti þess­ar­ar ein­kenni­legu plán­etu í raun dem­ant­ur. 

Plán­et­an er í 4 þúsund ljós­ára fjar­lægð. Fram kem­ur í frétt Reu­ters­frétta­stof­unn­ar, að talið sé að hún hafi áður verið þétt stjarna, sem hafi tapað ytri lög­um sín­um til tif­stjörn­unn­ar, sem hún er á braut um. Tif­stjörn­ur eru litl­ar og dauðar nifteinda­stjörn­ur, sem eru aðeins um 20 km í þver­mál og snú­ast mörg hundruð sinn­um á sek­úndu og senda frá sér geisla.

Stjarn­fræðing­ar segj­ast ekki geta sagt til um hvernig þessi dem­anta­stjarna lít­ur út.

„Ég held ekki að þetta sé mjög bjart­ur hlut­ur sem við sjá­um þarna," sagði  Ben Stap­p­ers hjá há­skól­an­um í Manchester.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert