Fleiri hafa áhyggjur af hlýnun

Eftirlíkingu af frelsisstyttunni er komið fyrir í sjónum undan ströndum …
Eftirlíkingu af frelsisstyttunni er komið fyrir í sjónum undan ströndum Cancun í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar í fyrra. Reuters

Ögn fleiri hafa nú áhyggj­ur af hlýn­un jarðar en árið 2009. Þeir eru þó færri en árið 2007, ef marka má nýja könn­un Niel­sen. Könn­un­in er byggð á svör­um 25.000 net­not­enda í 51 landi og bend­ir til að 69% not­enda hafi nú áhyggj­ur af hlýn­un­inni, borið sam­an við 66% árið 2008 og 72% árið 2007.

Maxwell Boy­koff, sér­fræðing­ur við stofn­un hjá Oxford-há­skóla sem grein­ir breyt­ing­ar á líf­rík­inu, seg­ir um­fjöll­un fjöl­miðla um at­vinnu­ör­yggi, skóla­mál á tím­um niður­skurðar og efna­hags­mál hafa verið í for­grunni.

Um leið hafi dregið úr þeirri áherslu sem var á lofts­lags­mál­in fyr­ir fjár­málakrepp­una. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert