Svefnleysi kostar 7.000 milljarða

Svefnleysi virðist hrjá þennan ágæta mann.
Svefnleysi virðist hrjá þennan ágæta mann. Reuters

Um 23% verkamanna í Bandaríkjunum þjást af svefnleysi, samkvæmt nýrri rannsókn, og er það talið kosta samfélagið 63 milljarða dollara, jafnvirði um 7.000 milljarða króna. Hver verkamaður tapar að jafnaði ríflega 11 vinnudögum á ári í tengslum við svefntruflanir af ýmsu tagi.

Rannsóknin var unnin af stofnun í Bandaríkjunum sem starfar í tengslum við svefnlyfjaiðnaðinn. Verða niðurstöðurnar birtar á morgun í tímaritinu Sleep, eða Svefni.

„Við fengum áfall er við sáum hve svefnleysi hefur gríðarleg áhrif á daglegt líf venjulegs fólks," segir Ronald Kessler, einn vísindamanna er stóðu að rannsókninni. Hann segir verkamenn ekki beinlínis vera frá vinnu vegna svefnleysis, en þeir séu hins vegar afkastaminni af þessum sökum.

Rannsóknin náði til 7.428 verkamanna og fór fram árin 2008 og 2009. Áhrif svefnleysis minnkuðu með hækkandi aldri þeirra en sjúkdómseinkennin reyndust algengari meðal kvenna en karla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka