Pabbar skemmtilegri en mömmur?

Hlátur lengir lífið
Hlátur lengir lífið Reuters

Pabb­ar eru skemmti­legri en mömm­ur, sé eitt­hvað að marka nýja rann­sókn sem gerð var á veg­um Ála­borg­ar­há­skóla. Þar voru börn á aldr­in­um 11 - 16 ára spurð hvort for­eldrið væri fjör­ugra, segði fleiri brand­ara og fíflaðist meira. „Það ger­ir pabbi,“ var svar meiri­hluta barn­anna.

„Við vit­um að kímni­gáfa karla er gróf­ari og bein­skeytt­ari og þess vegna tekst þeim bet­ur að koma fyndni sinni á fram­færi,“ seg­ir Mart­in Führ þroska­sál­fræðing­ur, sem einnig hef­ur rann­sakað fyndni, en hann stjórnaði rann­sókn­inni.

Hann tel­ur að skýr­ing­ar­inn­ar sé að hluta til að leita í hefðbund­inni verka­skipt­ingu og kyn­hlut­verk­um karla og kvenna. Til dæm­is virðist það vera auðveld­ara fyr­ir karla en kon­ur að tala um kyn­líf á létt­um nót­um.

„Sú fyndni, sem körl­um hef­ur leyfst, er af meiri kyn­ferðis­leg­um toga en fyndni kvenna. Það er því eðli­legt að börn­um á kynþroska­aldri þyki karl­ar miklu fyndn­ari en kon­ur,“ seg­ir Führ.

Hann tel­ur að karl­ar muni halda þess­ari stöðu, sem fyndn­ari aðil­inn, um ókomna framtíð. Til þess að það breyt­ist, þurfi kyn­hlut­verk­in að taka mikl­um breyt­ing­um.

Frétt Berl­ingske Tider­ne

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert