Heimsins minnsti mótor

Hugsanlega er hægt að nota örmótorinn til að stjórna staðbundinni …
Hugsanlega er hægt að nota örmótorinn til að stjórna staðbundinni lyfjagjöf í framtíðinni. mbl.is

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa búið til minnsta mótor í heimi en hann er gerður úr einni sameind og er aðeins milljarðasti hluti af metra að lengd. Getur tækið nýst í örtækni og læknavísindum.

Áður hafa mótorar sem eru ein sameind verið búnir til en það er sem einstakt við þennan nýja er að hægt er að knýja hann einan með rafstraumi. Með hina var aðeins hægt að knýja milljarða þeirra í einu. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu.

Mótorinn snýst í báðar áttir, allt að 120 snúninga á sekúndu. Með því að breyta honum lítillega væri hægt að búa til örbylgjugeislun. Þá væri hægt að nýta þessa tækni til þess að stjórna staðbundinni lyfjagjöf.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert