Nýjar myndir af tunglinu sýna greinileg ummerki um lendingar Apollogeimfaranna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, birti í gær þrjár myndir, sem teknar voru í ágúst úr könnunarfari og sýna staðina þar sem Apollo 12, Apollo 14 og Apollo 17 lentu á tunglinu. Meðal annars sést fótspor frá árinu 1972 eftir síðasta geimfarann, sem steig fæti á tunglið.
Farið hefur undanfarin tvö ár tekið myndir af tunglinu.