Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, svipti hulunni af áætlunum um nýtt geimfar í dag, en fyrirhugað er að senda mannað geimfar til Mars eftir 19 ár.
„Obama forseti hvatti okkur til að vera djörf og dreyma stóra drauma og það er nákvæmlega það sem við erum að gera hjá NASA,“ sagði Charles Bolden, forstjóri NASA. „Geimkönnuðir framtíðarinnar munu láta sig dreyma um að stíga fæti á Mars.“
Áætlað er að smíði geimfarsins verði lokið árið 2017 og að hún muni kosta um 35 milljarða Bandaríkjadollara. Farið fer í tilraunaflug sama ár og búist er við að það verði sent í mannaða geimför árið 2021.
NASA hefur lýst yfir þeim fyrirætlunum sínum að senda mannað geimfar umhverfis Mars árið 2030.
Bolden sagði að geimfarið yrði það kraftmesta í sögu bandarískrar geimferðasögu og að það mundi fara með fólk þangað sem enginn hefur áður stigið fæti.