Rafbílar stela senunni

Angela Merkel kanslari Þýskalands prófaði að setjast upp í Volkswagen …
Angela Merkel kanslari Þýskalands prófaði að setjast upp í Volkswagen up! þegar hún heimsótti alþjóðlegu bílasýninguna í Frankfurt. Reuters

Segja má að rafbílar hafi stolið senunni á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi sem opnuð var almenningi í morgun. Sýningin er umfangsmesta bílasýning ársins. Þar eru m.a. sýndar næstu kynslóðir rafbíla.

Þess er vænst að um 800.000 gestir sæki sýninguna. Sýningarhaldarar segja að það meira en eitt þúsund fyrirtæki frá 32 löndum taki þátt í sýningunni. Það er um 25% aukning frá síðustu sýningu sem haldin var árið 2009.

Aldrei hafa verið sýndir jafn margir rafbílar og tvinnbílar á sýningunni og nú. Sýningin var opin blaðamönnum og starfsmönnum bílaframleiðenda á fimmtudag og föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert