Andstætt afstæðiskenningu?

Vísindamenn telja sig hafa fundið fiseind sem geti ferðast hraðar …
Vísindamenn telja sig hafa fundið fiseind sem geti ferðast hraðar en ljósið.

Vísindamenn tilkynntu í dag að þeir teldu sig hafa fundið agnir, fiseindir (e. neutrinos) sem geti ferðast hraðar en ljósið. Fréttaveita AFP segir að ef rétt reynist, þá stangist sú staðreynd á við afstæðiskenningu Alberts Einsteins.

Tilraunir sem voru gerðar í Miðstöð kjarnorkurannsókna í Evrópu í Sviss (CERN) og rannsóknarstofu í Ítalíu sýndu að fiseindirnar ferðuðust á 300.006 kílómetrum á sekúndu. Örlítið hraðar en ljósið að sögn vísindamanna.

Eðlisfræðingurinn Antonio Ereditato, talsmaður tilraunarinnar, sem kallast OPERA, segir niðurstöðurnar hafa komið gjörsamlega á óvart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka