Andstætt afstæðiskenningu?

Vísindamenn telja sig hafa fundið fiseind sem geti ferðast hraðar …
Vísindamenn telja sig hafa fundið fiseind sem geti ferðast hraðar en ljósið.

Vís­inda­menn til­kynntu í dag að þeir teldu sig hafa fundið agn­ir, fiseind­ir (e. neutr­in­os) sem geti ferðast hraðar en ljósið. Frétta­veita AFP seg­ir að ef rétt reyn­ist, þá stang­ist sú staðreynd á við af­stæðis­kenn­ingu Al­berts Ein­steins.

Til­raun­ir sem voru gerðar í Miðstöð kjarn­orku­rann­sókna í Evr­ópu í Sviss (CERN) og rann­sókn­ar­stofu í Ítal­íu sýndu að fiseind­irn­ar ferðuðust á 300.006 kíló­metr­um á sek­úndu. Örlítið hraðar en ljósið að sögn vís­inda­manna.

Eðlis­fræðing­ur­inn Ant­onio Ered­itato, talsmaður til­raun­ar­inn­ar, sem kall­ast OPERA, seg­ir niður­stöðurn­ar hafa komið gjör­sam­lega á óvart.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert